This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.
Iceland Review
Iceland Review hefur frá árinu 1963 sérhæft sig í að vekja áhuga fólks á Íslandi og því sem íslenskt er. Tímaritið hefur borið höfuð og herðar yfir aðra sjálfstæða útgáfu í landkynningu með sérstaklega vönduðu og fjölbreyttu efni og frá því að við hjá MD Reykjavík tókum við útgáfunni, stigið alveg frá allri keyptri umfjöllun. Þannig er efni Iceland Review eingöngu vandað ritstjórnarefni um allt sem okkur þykir merkilegt, skemmtilegt og mikilvægt um menningu, samfélag og náttúru Íslands, einmitt efnistök sem eiga vel við Íslendinga.
Framundan er stærsta ferðasumar Íslendinga innanlands frá upphafi. Iceland Review á íslensku, skrifað fyrir Íslendinga, verður frábær vettvangur til að kveikja undir og vekja þrá fólks til að ferðast á alla enda landsins.